Eddie Eagan lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna

Eddie Eagan aftastur ásamt félögum sínum í bobsleðasveitinni sem varð …
Eddie Eagan aftastur ásamt félögum sínum í bobsleðasveitinni sem varð Ólympíumeistari 1932. Eagan tók aldrei aftur þátt í keppni á bobsleða. Ljósmynd/Ólympíunefnd Bandaríkjanna

Ekki er sennilegt að íslenskir íþróttaáhugamenn kveiki á nafninu Eddie Eagan. Sá á þó sérstakan sess í íþróttasögunni en Eagan er eini íþróttamaðurinn sem afrekað hefur að vinna til gullverðlauna í ólíkum greinum á bæði sumar- og vetrarleikum Ólympíuleikanna.

Er það merkilegt afrek og ekki verður sagt að íþróttagreinarnar tvær sem um ræðir séu sérstaklega líkar: hnefaleikar og keppni á bobsleða. Tólf ár liðu á milli þess sem gullverðlaunin voru hengd um háls hans.

Eddie Eagan var Bandaríkjamaður og fæddist í Denver í Coloradoríki hinn 26. apríl árið 1897. Eagan varð snemma hæfileikaríkur hnefaleikari og rúmlega tvítugur hafði hann unnið titla bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Síðar var um það fjallað að Eagan hefði með frammistöðu sinni breytt ásýnd hnefaleika áhugamanna á Bretlandseyjum.

Eagan var 23 ára gamall þegar hann nældi í gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu árið 1920. Þar keppti hann í léttþungavigt (ATH) og fór heim með gullið.

Sjá umfjöllun um Eagan í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert