Bardagakappinn Gunnar Nelson er frá vegna meiðsla og mun ekki berjast gegn Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu sem haldið verður í Liverpool í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vef MMA Take Over.
Þar kemur fram að Gunnar hafði meiðst á hné og þurfi að fara í aðgerð. Um er að ræða gríðarleg vonbrigði fyrir Gunnar sem var búinn að bíða frá áramótum eftir bardaga.
Tæpir 10 mánuðir eru liðnir síðan að Gunnar barðist síðast en þá tapaði hann gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem fékk viðurnefnið „augnpotarinn” eftir vafasaman bardaga hans við Gunnar.
Rétt er að taka það fram að ekki er um staðfestar fregnir að ræða en að sögn UFC-sérfræðingsins Halldórs Halldórssonar, Dóra DNA, eru fréttirnar réttar.
ooog það er opinberthttps://t.co/KV5TVKflrI
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 28, 2018