ÍR-ingar sterkastir í boðhlaupum

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir til vinstri og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir til vinstri og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir til hægri voru báðar í sveit ÍR. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit ÍR er Íslandsmeistari í 4x400 metra hlaupi kvenna eftir að hún kom fyrst í mark á Meistaramótinu á Sauðárkróki í dag. Sigurtíminn var 4:01,80 mínútur. Sveitina skipuðu Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir, Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. 

Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, Sara Hlín Jóhannsdóttir, Agla María Kristjánsdóttir og Kolfinna Ýr Karelsdóttir í sveit Breiðabliks urðu í öðru sæti. 

Hjá körlunum komu ÍR-ingar einnig fyrstir í mark á 3:26,33 mínútum. Sveitina skipuðu Þorvaldur Tumi Baldurs, Úlfur Árnason, Sæmundur Ólafs og Ívar Kristinn Jasonarson. Sveit UMSS varð önnur og sveit Breiðabliks hafnaði í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert