Skráði nýjan kafla í júdóíþróttina

Daria Bilodid með gullverðlaunapeninginn.
Daria Bilodid með gullverðlaunapeninginn. AFP

Daria Bilodid frá Úkraínu skrifaði nýjan kafla í sögu júdóíþróttarinnar í gær með því að verða yngsti heimsmeistari sögunnar í júdó en heimsmeistaramótið hófst í Baku í Aserbaídsjan í gær.

Bilodid er 17 ára og 346 daga gömul og hún tryggði sér heimsmeistaratitilinn í -48 kg flokki þegar hún hafði betur á móti ríkjandi meistara, Funa Tonaki frá Japan, á ippon. Sú úkraínska bætti met Ryoko Tani frá Japan sem var 18 ára og 27 ára gömul þegar hún varð heimsmeistari fyrir 25 árum.

Bilodid hefur hæfileikana ekki langt að sækja en faðir hennar, Gennadiy, er tvöfaldur heimsmeistari í 73 kg flokki. Bilodid setti fyrst mark sitt á íþróttina á fyrra þegar hún 16 ára gömul varð næstyngsti Evrópumeistarinn.

Tveir Íslendingar eru á meðal keppenda á HM. Sveinbjörgn Iura og Egill Blöndal. Sveinbjörn verður í eldlínunni á sunnudaginn og Egill á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert