Einherjar mæta Fálkunum frá Köln

Frá viðureign Einherja og Carinthean Lions í febrúar á þessu …
Frá viðureign Einherja og Carinthean Lions í febrúar á þessu ári. mbl.is/Hari

Íslenska liðið Einherjar sem spilar í ruðningi, eða am­er­ísk­um fót­bolta, mætir þýska 2. deildarliðinu Köln Falcons í Kórnum á laugardagskvöldið, 27. október.

Þetta verður í annað sinn sem Einherjar mæta þýsku liði en þýska deildin er sú sterkasta í Evrópu. Í fyrra tóku Einherjar á móti 5. deildar liði Starnberg Argonauts og unnu öruggan sigur en víst er að Köln Falcons er mun sterkari andstæðingur.

Einherjar hafa æft vel að undanförnu og hafa bætt við sig sterkum leikmönnum ásamt því að vera komnir með bandaríska þjálfara. Mark Reeve sér um að þjálfa vörn Einherja á meðan að Luke Lea er spilandi sóknarþjálfari ásamt Bergþóri Phillipp Pálsyni.

Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 19:00 í Kórnum og mun klappstýruliðið Valkyrjur halda uppi stemningunni með hálfleikssýningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert