Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik tilkynnti í kvöld þá tólf leikmenn sem skipa íslenska landsliðið gegn Slóvakíu í undankeppni EM á morgun en liðin mætast þá í Laugardalshöllinni klukkan 16.00.
Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni leikur sinn fyrsta A-landsleik og er eini nýliðinn í hópnum. Helena Sverrisdóttir, sem gekk til liðs við Val í vikunni, er reyndust í liðinu með 68 landsleiki.
Þrír leikmenn úr fimmtán manna hópi sem ekki verða með á morgun eru Ragnheiður Benónísdóttir úr Stjörnunni, Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki en þær koma allar til greina fyrir leikinn gegn Bosníu sem verður í Laugardalshöllinni næsta miðvikudagskvöld.
Hópinn skipa þessir leikmenn:
Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík
Bríet Sif Hinriksdóttir, Stjörnunni
Embla Kristínardóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli
Hallveig Jónsdóttir, Val
Helena Sverrisdóttir, Val
Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta Zorka
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími
Unnur Tara Jónsdóttir, KR
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum