Sannfærandi sigur meistaranna á SR

SA-menn eru í toppsætinu.
SA-menn eru í toppsætinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA vann sannfærandi 7:2-útisigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkíi er liðin mættust í Skautahöll Reykjavíkur í kvöld. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 1:1, en SA tók völdin í öðrum leikhluta og var sigurinn afar öruggur. 

Andri Sverrisson kom SR yfir á elleftu mínútu leiksins en Jóhann Már Leifsson jafnaði metin í blálok fyrsta leikhluta. Andri Mikaelsson, Hafþór Sigrúnarson og Kristján Árnason skoruðu allir fyrir SA í þriðja leikhluta og tókst SR ekki að svara. Staðan fyrir þriðja og síðasta leikhlutann var því 4:1. 

Hákon Magnússon lagaði stöðuna fyrir SR snemma í fjórða leikhluta, 4:2, en þá kom aftur góður kafli hjá SA og Bjartur Gunnarsson, Jussi Sipponen og Rúnar Rúnarsson skoruðu allir áður en leikurinn kláraðist og 7:2-sigur meistaranna staðreynd. 

SA er í toppsæti deildarinnar með 23 stig eftir tíu leiki og SR kemur þar á eftir með 17 stig, en SR hefur leikið þremur leikjum meira. Björninn rekur lestina með ellefu stig eftir ellefu leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert