Pólverjar sigursælir í stangarstökki

Pawel Wojciechowski fagnar sigri í stangarstökki karla.
Pawel Wojciechowski fagnar sigri í stangarstökki karla. AFP

Ítalinn Gianmarco Tamberi fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í hástökki karla á Evr­ópu­mót­inu innanhúss í frjáls­um íþrótt­um í Glasgow í dag en hann stökk hæst 2,32 metra. Tamberi reyndi við 2,36 metra en tókst ekki að fara yfir þá hæð en það kom ekki að sök. Grikkinn Konstandínós Baniótis og Úkraínumaðurinn Andrii Protsenko höfnuðu í öðru sæti en þeir stukku hæst 2,26.

Í stangarstökki karla var það Pólverjinn Pawel Wojciechowski sem fagnaði sigri en hann stökk 5,90 metra, fimm sentímetrum hærra en Pólverjinn Piotr Lisek sem hafnaði í öðru sæti. Það var svo Svíinn Melker Jacabsson sem hafnaði í þriðja sæti en hann stökk 5,75 metra.

Norðamaðurinn Jakob Ingebrigtsen fagnaði sigri í 3000 metra hlaupi karla á tímanum 7:56,15 mínútum en Chris O'Hare frá Bretlandi varð í öðru sæti á tímanum 7:57,19 mínútur. Henrik Börkja Ingebrigtsen hafnaði í þriðja sæti en hann var nokkrum sekúndubrotum á eftir Chris O'Hare í mark. 

Í 400 metra hlaupi kvenna var það Léa Sprungen sem fagnaði sigri á tímanum 51,61 sekúndu en hún kom í mark rétt á undan Belganum Cynthiu Bolingo sem var á tímanum 51,62 sekúndur. Hjá körlunum var það Norðmaðurinn Karsten Warholm sem kom fyrstur í mark á tímanum 45,05 sekúndur en Spánverjinn Óscar Husillos varð annar á tímanum 45,66 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert