Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom fyrst í mark í bæði 100 og 200 metra skriðsundi á meistaramóti Jótlands og Fjóns í Danmörku um helgina.
Snæfríður vann öruggan sigur í 200 metra skriðsundi í gær er hún synti á 2:01,82, rúmlega sekúndu frá eigin Íslandsmeti sem hún setti síðasta sumar.
Í 100 metra skriðsundinu synti hún á 58,05 sekúndum og var tæplega sekúndu á undan næstu keppendum. Snæfríður er því í fínu standi fyrir Íslandsmótið í 50 metra laug sem haldið verður í byrjun apríl.