Ratcliffe neitar að útiloka kaup á Chelsea

„Maður segir aldrei nei,“ sagði Ratcliffe.
„Maður segir aldrei nei,“ sagði Ratcliffe.

Jim Ratcliffe, breski kaupsýslumaðurinn sem á undanförnum árum hefur keypt jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur neitað að útiloka að muni reyna að kaupa enska knattspyrnufélagið Chelsea frá rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich.

Ratcliffe keypti svissneska félagið Lausanne árið 2017 og hefur einnig lýst áhuga á að kaupa franska félagið Nice.

Abramovich er talinn hafa fært sig fjær rekstri knattspyrnufélagsins síðustu misseri. Ekki hefur sést til hans á Chelsea-leik síðan í maí á síðasta ári.

Gonzalo Higuain, framherji Chelsea, fagnar marki sínu gegn Burnley á …
Gonzalo Higuain, framherji Chelsea, fagnar marki sínu gegn Burnley á heimavellinum Stamford Bridge í apríl. AFP

Flókin íþrótt og flókinn heimur

„Maður segir aldrei nei, en ég veit ekki hvar þessar viðræður munu enda,“ sagði Ratcliffe í samtali við íþróttafréttadeild BBC í gær.

„Ég held að við séum búin að dýfa tánni í vatnið hvað varðar fótbolta. Þetta er flókin íþrótt og þetta er flókinn heimur,“ sagði Ratcliffe.

Lundúnafélagið er talið vera metið af Abramovich á fjóra milljarða breskra punda, eða rúmlega 636 milljarða íslenskra króna. Sjálfur er Ratcliffe talinn eiga eignir að virði um það bil 3.340 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert