Íris sigraði í keppni með loftriffli

Íris Eva Einarsdóttir sigraði í keppni með loftriffli.
Íris Eva Einarsdóttir sigraði í keppni með loftriffli. Ljósmynd/STI

Árlega opna Christen­sen-mótið í skot­fimi var haldið í Eg­ils­höll­inni í Grafar­vogi í gær. Íris Eva Ein­ars­dótt­ir sigraði í keppni með loftriffli með 602,3 stig, í öðru sæti varð Jór­unn Harðardótt­ir með 599,7 stig.  Guðmund­ur Helgi Christen­sen hafnaði í þriðja sæti með 597,7 stig en þau koma öll úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Í keppni með loftskamm­byssu sigraði Ásgeir Sig­ur­geirs­son úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur með 570 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragn­ars­son úr Skotíþrótta­fé­lagi Kópa­vogs með 563 stig og í þriðja sæti Jór­unn Harðardótt­ir úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur með 554 stig.

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í keppni með loftskammbyssu.
Ásgeir Sig­ur­geirs­son sigraði í keppni með loftskamm­byssu. Ljós­mynd/​STI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert