Birkir Gunnarsson tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum í tennis á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Birkir hafði betur gegn Omar Sudzuka frá Möltu, 2:1.
Það byrjaði ekki vel fyrir Birki því Sudzuka vann fyrsta settið 6:3. Birkir svaraði hins vegar með 6:2 og 6:4-sigrum í öðru og þriðja setti og sigur í viðureigninni.
Rafn Kumar Bonifacius er einnig kominn í átta liða úrslit eftir sigur á Alex Knaff frá Lúxemborg í gær, 2:0. Rafn vann settin tvö 6:2 og 3:2.
Rafn mætir Romain Arneodo frá Möltu í átta liða úrslitum og Birkir keppir við Lucas Catarina, einnig frá Möltu.