Sú yngsta vakti athygli í Minsk

Eowyn Marie Alburo Mamalias á Evrópuleikunum í Minsk.
Eowyn Marie Alburo Mamalias á Evrópuleikunum í Minsk. Ljósmynd/ÍSÍ

Eowyn Marie Alburo Mamalias keppti í bogfimi á Evrópuleikunum í Minsk í gær, en undankeppnin fór fram á föstudag og réði sú keppni hvaða mótherja hún fengi í útsláttarkeppninni. Eowyn lenti á móti Toja Ellison frá Slóveníu, en hún stóð sig best í undankeppninni og er númer 12 á heimslistanum í greininni.

Eowyn stóð sig ágætlega í útsláttarkeppninni í gær og skoraði 131 stig á móti 144 stigum Ellison og er því úr leik. Eowyn vakti mikla athygli fyrir árangurinn sinn, en hún var yngsti keppandinn í bogfimikeppninni og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, að því er segir á heimasíðu ÍSÍ.

Í útsláttarkeppninni er hæst hægt að skora 150 stig og var hæsta skor í fyrstu umferð 145 stig sem Tanja Kirstine Amdi Jensen frá Danmörku skoraði en Toja Ellison og Sanne Josephina Adriana De Laat frá Hollandi voru að skora næst hæst, 144 stig.

Bogfimikeppnin var mjög spennandi en þrjár viðureignir fóru í bráðabana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert