Vestri fær sæti í efstu deild

Frá úrslitaeinvígi KA og HK á síðustu leiktíð.
Frá úrslitaeinvígi KA og HK á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Vestri mun leika í efstu deild karla í blaki á næstu leiktíð. Fjölgað verður um lið í deildinni úr fimm yfir í sex. Leikin verður þreföld umferð í stað fjórfaldrar eins og á síðasta tímabili. Þetta kemur fram í frétt á vef Blaksambandsins í dag. 

KA, HK, Afturelding, Álftanes, Þróttur Neskaupstað og Vestri munu skipa deildina á næstu leiktíð.

KA hafði mikla yfirburði í blakinu á síðustu leiktíð og vann alla titla sem í boði voru. KA vann m.a. deildina með 14 stigum. 

Liðunum í efstu deild kvenna hefur fækkað úr sjö niður í sex. Völsungur, sem hafnaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð, óskaði eftir því að fara niður um deild og leika í 1. deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert