María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann til flestra verðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk á Laugardalsvellinum í dag.
María keppti í sex greinum og vann til verðlauna í þeim öllum. Tvö gull, þrjú silfur og eitt brons. Hún keppti í 100 metra grindahlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, 4x400 m boðhlaupi og í kúluvarpi.
Tvö mótsmet féllu á mótinu. Bæði mótsmetin féllu í sleggjukasti en FH-ingarnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir gerðu það.
Hilmar Örn átti einnig stigahæsta afrek mótsins, 1.093 stig. Í kvennaflokki var það Aníta Hinriksdóttir fyrir 800 metra hlaupið, 1.021 stig.