Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð þriðja í Evrópubikarnum í sprettþraut sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um helgina.
Sprettþraut samanstendur af 750 metra sundi, 20 kílómetra hjólreiðum og fimm kílómetra hlaupi en Guðlaug stóð sig gríðarlega vel og var aðeins 22 sekúndum á eftir Jessica Fullagar frá Frakklandi sem vann keppnina.
Guðlaug hefur sett sér það markmið að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári en engin íslensk kona hefur keppt áður í þríþraut á leikunum.