Guðlaug Edda þriðja í Evrópubikarnum

Guðlaug Edda (t.h.) á verðlaunapallinum í dag.
Guðlaug Edda (t.h.) á verðlaunapallinum í dag. Ljós­mynd/Þ​ríþraut­ar­sam­band Íslands

Þríþraut­ar­kon­an Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir varð þriðja í Evrópubikarnum í sprettþraut sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um helgina.

Sprettþraut samanstendur af 750 metra sundi, 20 kílómetra hjólreiðum og fimm kílómetra hlaupi en Guðlaug stóð sig gríðarlega vel og var aðeins 22 sekúndum á eftir Jessica Fullagar frá Frakklandi sem vann keppnina.

Guðlaug hefur sett sér það markmið að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári en engin íslensk kona hefur keppt áður í þríþraut á leikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert