Verðlaunahafi frá HM með mörg járn í eldinum

Már Gunnarsson
Már Gunnarsson Ljósmynd/ÍF

Sundmaðurinn Már Gunnarsson sprakk út með miklum látum á heimsmeistaramóti fatlaðra í London á dögunum. Már vann til bronsverðlauna á mótinu í S11 (flokki blindra) og setti alls tíu Íslandsmet.

Már er aðeins á tuttugasta aldursári og á því sín bestu ár eftir í lauginni kjósi hann að vera í sundinu af fullum krafti næstu árin. Már er hins vegar ýmsum hæfileikum prýddur og lætur til sín taka á fleiri sviðum.

Hver er helsta skýringin á því að Már var í jafn frábæru formi á HM og raun ber vitni?

„Nú styttist í Paralympics í Tókýó á næsta ári og maður þarf að leggja allt í sölurnar til að komast inn á leikana og hvað þá að ná gullinu eins og ég stefni að. Ég ætla bara að vera svo háfleygur að setja stefnuna á gullverðlaun og legg allt undir til að ná því. Í sumar gaf ég mig allan í sundið fyrir HM og æfði tólf sinnum í viku. Ég er með flott teymi í kringum mig og held að það skipti mestu máli ásamt því að reyna að gera hlutina eins og vel og hægt er og hafa gaman af,“ sagði Már þegar Morgunblaðið spjallaði við hann.

Már fékk bronsverðlaunin í 100 metra baksundi og á þá grein leggur hann mesta áherslu og mun gera áfram. „100 metra baksund er algerlega mín besta grein. Ég myndi segja að ég eigi mesta möguleika í þeirri grein.“

Sjá allt viðtalið við Má á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert