Snjóbrettakapparnir Baldur Vilhelmsson, SKA, og Marínó Kristjánsson, Breiðabliki, fóru með sigur af hólmi í sínum flokkum í brettastíl í Norges Cup-mótaröðinni í Dombås í Noregi um helgina.
Marínó sigraði í flokki fullorðinna og Baldur í flokki 18 ára og yngri. Marínó fékk 78,00 stig fyrir sína bestu ferð og Baldur hlaut 80,75 stig fyrir sína sigurferð. Þá sigraði Baldur einnig í heildarkeppni mótsins en Marínó endaði í öðru sæti.