Okkur líður vel heima hjá okkur

Allir leikmenn íslenska liðsins eru til taks fyrir HM á …
Allir leikmenn íslenska liðsins eru til taks fyrir HM á heimavelli. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason.

Ísland verður í hlutverki gestgjafa þegar 2. deild heimsmeistaramóts kvenna í íshokkí hefst á morgun. Ísland er í B-riðli og verða leikir riðilsins spilaðir í Skautahöll Akureyrar.

Sarah Smiley, fyrirliði Skautafélags Akureyrar og landsliðsins, er spennt fyrir mótinu, en fyrsti leikur Íslands er gegn Ástralíu annað kvöld klukkan 20.

„Ekki spurning. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á svona móti á heimavelli, svo ég er mjög svo spennt,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið.

Liðið hefur æft saman síðustu vikuna og fór m.a í æfingaferð til Svíþjóðar, sem gekk vel.

„Við erum búnar að vera saman í viku. Síðustu helgi vorum við í Svíþjóð að spila tvo æfingaleiki og við unnum þá báða. Við komum heim fyrir tveimur dögum og núna erum við á hóteli rétt utan við Akureyri og við fáum tækifæri til að einbeita okkur að okkar verkefni. Við höfum verið að æfa einu sinni til tvisvar á dag síðustu daga. Undirbúningurinn er búinn að vera góður.“

Sjá forspjall um aðra deild HM kvenna í íshokkí í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka