Bað mig að hætta þessum fíflalátum

Aldís Kara Bergsdóttir er á leið á HM unglinga í …
Aldís Kara Bergsdóttir er á leið á HM unglinga í Tallinn í Eistlandi í byrjun marsmánaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

List­d­ans­skaut­ar­inn Al­dís Kara Bergs­dótt­ir braut blað í skauta­sögu Íslands þegar hún tryggði sér sæti á heims­meist­ara­móti ung­linga í list­hlaupi sem fram fer í Tall­inn í Eistlandi, 2.-8. mars. Al­dís Kara er aðeins 16 ára göm­ul en aldrei áður hef­ur Íslend­ing­ur tryggt sér sæti á heims­meist­ara­móti í ein­stak­lingskeppni á skaut­um. Al­dís Kara hef­ur æft skauta með Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar frá ár­inu 2008 en hún held­ur utan til Tall­inn á sunnu­dag­inn kem­ur.

„Ég hef æft skauta síðan 2008 en ég byrjaði ekki að sinna þessu af full­um krafti fyrr en árið 2012. Ég var meira í þessu til þess að leika mér og hafa gam­an, fyrst um sinn, en svo urðu þjálf­ara­skipti hjá SA og nýi þjálf­ar­inn bað mig vin­sam­leg­ast um að hætta þess­um fífla­lát­um. Ég fór að taka þessu meira al­var­lega eft­ir þessi um­mæli en fyrst um sinn átti ég það til að mæta á röng­um tíma á æf­ing­ar og ekki í réttu æf­inga­föt­un­um. Ég byrjaði svo að skara fram úr í list­hlaupi á ár­un­um 2013, 2014, og það hvatti mig áfram til þess að gera enn þá bet­ur.“

Al­dís Kara er bú­sett á Ak­ur­eyri og stund­ar nám í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri en hún hef­ur æft í Eg­ils­höll­inni í Grafar­vogi þar sem HM kvenna í 2. deild B í ís­hokkí fer fram á Ak­ur­eyri þessa dag­ana.

Gríðarlegt æf­inga­álag

„Und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur gengið ágæt­lega en það er samt sem áður mis­jafnt eft­ir dög­um. Maður er aðeins byrjaður að finna fyr­ir þreytu enda búið að vera mikið álag und­an­farna daga en heilt yfir þá hef­ur und­ir­bún­ing­ur­inn bara gengið nokkuð vel fyr­ir sig. Ég hef bara æft í Eg­ils­höll­inni frá því ég kom í bæ­inn en ég er á nátt­úru­fræðibraut í MA. Þar hef ég fengið góðan stuðning og ég fékk ákveðna und­anþágu frá því að þurfa að mæta í skól­ann á meðan ég und­ir­bý mig fyr­ir HM.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert