Táningar stálu senunni um helgina

Frá mótinu í Bogfimisetrinu.
Frá mótinu í Bogfimisetrinu. Ljósmynd/archery.is

Íslandsmeistaramótið í bogfimi innanhúss var haldið um helgina og kepptu 40 bestu keppendur landsins á mótinu sem fram fór í Bogfimisetrinu í Reykjavík. Yngri keppendur slógu í gegn á mótinu og voru fimm af sex sigurvegurum yngri en 21 árs og þá voru sjö Íslandsmet slegin um helgina. 

Marín Aníta Hilmarsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum varð Íslandsmeistari í sveigboga kvenna eftir sigur á Sigríði Sigurðardóttur úr Bogfimifélaginu Hróa hetti. Marín er 16 ára gömul og Íslandsmeistari í fyrsta skipti. 

Hinn 18 ára gamli Dagur Örn Fannarsson úr Boganum hafði betur gegn Guðmundi Smára Gunnarssyni úr Eflingu í úrslitum í karlaflokki og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Guðmundur er margfaldur Íslandsmeistari en Dagur var að leika á sínu fyrsta Íslandsmóti. 

Í trissuboga varð hinn 16 ára gamli Nói Barkarson úr Boganum Íslandsmeistari eftir úrslitaleik við Carsten Tarnow úr ÍF Akri og í kvennaflokki vann Eowyn Mamalias úr Hróa hetti eftir sigur á Ewu Ploszaj úr Boganum í úrslitum. 

Fleiri úrslit mótsins má nálgast á archery.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert