Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur tekið þá ákvörðun að ekki verið keppt frekar á Íslandsmótinu 2019 - 2020.
Frekari keppni hefur verið aflýst og engir Íslandsmeistarar verða krýndir í meistaraflokki karla. Skautafélag Akureyrar hafnaði í efsta sæti deildarinnar og fær keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta tímabili en liðið átti eftir að mæta Fjölni í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
Skautafélag Akureyrar hafði þegar tryggt sér sigurinn í kvennaflokki áður en kórónuveiran fór að láta á sér kræla hérlendis eða í byrjun febrúar.
ÍHÍ tilkynnti um ákvörðun sína í dag.