600 milljónir tapast árlega

Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla fór fram um síðustu helgi.
Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla fór fram um síðustu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Gera má ráð fyrir að landsmenn ráðstafi um 3-4 milljörðum króna ár hvert á veðmálasíðum erlendis. Sökum þessa verður íslensk íþróttahreyfing árlega af um 600 milljónum króna.

Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum í Morgunblaðinu í dag. Félagið er í eigu íslenskra íþróttafélaga og rennur allur ágóði þess beint til hreyfingarinnar. Nemur árlegt framlag þess nú um 120 milljónum króna, en að sögn Péturs myndi það ríflega fimmfaldast ef framangreind verðmæti héldust innanlands.

„Ef stjórnvöld myndu koma í veg fyrir starfsemi ólöglegra erlendra vefsíðna og tippað væri hjá Íslenskum getraunum þá værum við að tala um kannski 600 milljónir aukalega inn í íþróttahreyfinguna árlega. Það er um fimmfalt meira en við leggjum nú þegar inn í hreyfinguna,“ segir Pétur sem kveðst hafa áhyggjur af vinsældum ólöglegra erlendra veðmálasíðna.

Hafa vinsældir slíkra vefsíðna aukist umtalsvert síðustu ár og ljóst er að íþróttahreyfingin hefur af þeim sökum orðið af milljörðum króna undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert