Júlian bætti eigið heimsmet aftur

Júlían slær hér heimsmetið í Fagralundi í Kópavogi í dag.
Júlían slær hér heimsmetið í Fagralundi í Kópavogi í dag. Ljósmynd/Íris

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fagralundi í Kópavogi núna. Júlían lyfti 409 kílóum og bætti því metið um þrjú og hálft kíló.

Júlían hefur áður bætt eigið heimsmet en hann gerði það á heims­meist­ara­mót­inu í kraft­lyftingum sem fram fór í Dúbaí í nóv­em­ber 2019 með því að lyfta 405,5 kíló­um. Í kjöl­farið var hann kjör­inn íþróttamaður árs­ins 2019 af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna.

Þrjátíu karlar og sextán konur eru skráð til leiks á mótinu sem er í gangi núna.

Heimsmetið í Fagralundi í dag. 409 kíló.
Heimsmetið í Fagralundi í dag. 409 kíló. Ljósmynd/Íris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert