Júlían J.K. Jóhannsson bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fagralundi í Kópavogi núna. Júlían lyfti 409 kílóum og bætti því metið um þrjú og hálft kíló.
Júlían hefur áður bætt eigið heimsmet en hann gerði það á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Dúbaí í nóvember 2019 með því að lyfta 405,5 kílóum. Í kjölfarið var hann kjörinn íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna.
Þrjátíu karlar og sextán konur eru skráð til leiks á mótinu sem er í gangi núna.