Ásdís kastaði lengst í Svíþjóð

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kastaði lengst á Bottnarydskastet-mótinu í Svíþjóð sem fram fór í dag en hún kastaði lengst 62,66 metra. Þetta var jafnframt fimmta lengsta kast ársins í greininni en Íslands­met Ásdísar er 63,43 metr­ar. Það setti hún árið 2017.

Fjórar konur kepptu á mótinu í spjótkasti en Ásdís sigraði með nokkrum yfirburðum. Ásdís ákvað að leggja spjótið á hill­una eft­ir þetta keppn­is­tíma­bil en hún tók þá ákvörðun á síðasta ári, áður en bæði EM og Ólymp­íu­leik­un­um var frestað vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert