Hilmar kastaði yfir 75 metra

Hilmar Örn Jónsson.
Hilmar Örn Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson kastaði tvívegis yfir 75 metra á Origo-móti FH í frjálsum íþróttum í Kaplakrika.

Samkvæmt því sem fram kemur hjá Frjálsíþróttasambandinu þá kastaði Hilmar lengst 75,09 metra.

Hilmar er Íslandsmethafi í greininni en metið er 75,26 metrar og er frá árinu 2019.

Hilmar var því nærri sínum besta árangri og stendur framarlega í heiminum í ár með þessu kasti. Er þetta 19. besti árangurinn í heiminum á árinu og sá 17. besti í Evrópu á árinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert