Enginn fari í golf á höfuðborgarsvæðinu

Mælst hefur verið til þess að golf verði ekki leikið …
Mælst hefur verið til þess að golf verði ekki leikið á höfuðborgarsvæðinu. Árni Sæberg

GSÍ hef­ur sent til­mæli til golf­klúbba á höfuðborg­ar­svæðinu um að golfleik verði hætt til 19. októ­ber. Í til­kynn­ingu er sagt að þetta sé gert að til­mæl­um sótt­varn­ar­lækn­is.  

„Viðbragðshóp­ur Golf­sam­bands Íslands bein­ir því hér mér til allra golf­klúbba á höfuðborg­ar­svæðinu að loka golf­völl­um sín­um fram til 19. októ­ber, eða þar til ný fyr­ir­mæli ber­ast frá yf­ir­völd­um. Nán­ar til­tekið er um að ræða golf­velli í Reykja­vík, Kópa­vogi, Garðabæ, Hafnar­f­irði, Álfta­nesi, Seltjarn­ar­nesi, Mos­fells­bæ, Mos­fells­dal og Kjal­ar­nesi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Golf­sam­band­inu. 

Golfar­ar fari ekki út á land 

„Þá bein­ir GSÍ þeim til­mæl­um til kylf­inga á höfuðborg­ar­svæðinu að virða fram­an­greind­ar tak­mark­an­ir og leita þannig ekki til golf­valla utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, enda hafa yf­ir­völd beint því til höfuðborg­ar­búa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu meira en nauðsyn kref­ur,“ seg­ir á vefsíðu GSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert