Anton setti aftur Íslands og Norðurlandamet

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundmaður­inn Ant­on Sveinn McKee lét sér ekki nægja að setja Norðurlandamet tvo daga í röð í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest um síðustu helgi heldur setti hann aftur Íslands- og Norðurlandamet í dag.

Hann synti 200 metra bringusund í dag á nýju Íslands- og Norðurlandameti en hann synti á tímanum 2:01,65 mínútum samkvæmt frétt frá Sundsambandi Íslands. Anton varð annar í sundinu, á eftir Þjóðverjanum Marco Koch sem synti á tímanum 2:00,58.

Anton setti eldra metið, 2:01,73, fyrir aðeins átta dögum eða á fyrsta keppnisdegi deildarinnar. Hann synti einnig 50 metra bringusund í dag, á tímanum 26,44 sekúndum en Íslandsmetið í greininni er 26,14. þess má geta að hann synti 50 metra sundið strax eftir að hafa synt 200 metra sundið.

Ant­on Sveinn McKee heldur áfram að fara á kost­um í at­vinnu­manna­deild­inni í Búdapest í Ungverjalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert