Laugardalshöllin verður að öllum líkindum ónothæf næstu mánuði eftir miklar vatnsskemmdir sem urðu á gólfum hennar í síðustu viku.
Heitavatnslögn virðist hafa sprungið með þeim afleiðingum af heitt vatn flæddi um gólf hallarinnar í næstum hálfan sólarhring og munu endurbætur taka nokkra mánuði að mati Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, en hann staðfesti það við Vísi í dag.