Langhlauparinn Kibiwott Kandie frá Keníu setti nýtt heimsmet í hálfmaraþoni í Valencia á Spáni í morgun.
Hljóp hann á 57 mínútum og 32 sekúndum og bætti þar með met landa síns Geoffreys Kamworors frá því á síðasta ári um heilar 29 sekúndur.
Jacob Kiplimo frá Úganda lenti í öðru sæti í hálfmaraþoni dagsins og var fimm sekúndum á eftir Kandie.
Kenúubúarnir Rhonex Kipruto og Alexander Mutiso lentu svo í þriðja og fjórða sæti.
Allir fjórir langhlaupararnir sem lentu í efstu sætunum hlupu innan fyrra heimsmets Kamworors.