Hilmar Snær Örvarsson, íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra, hafnaði í 14. sæti á Evrópubikarmóti í stórsvigi í Sviss í dag.
Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferðina og skíðaði þá á 1:05,02 mínútum en bætti sig um liðlega fimm sekúndur í síðari ferðinni en fór þá niður brekkuna á 1:00,67 mínútum.
Hilmar keppir aftur í stórsvigi á morgun í heimsbikarnum og á föstudag og laugardag í svigi, sinni sterkustu grein.