Hilmar Snær Örvarsson féll úr keppni eftir fyrri umferðina á heimsbikarmóti fatlaðra í svigi í Sviss í dag.
Hann var í sjötta sæti eftir fyrri umferðina en var síðan dæmdur úr leik þegar í ljós kom að hann hafði farið á rangan hátt í gegnum eitt hliðanna í brautinni.
Hilmar keppir aftur í svigi í Sviss á morgun og það er síðasta mótið af fimm sem hann tekur keppir á í þessari törn í Ölpunum að þessu sinni.