Akureyringar skoruðu 17 gegn Reykvíkingum

SA vann afar sannfærandi sigur á SR.
SA vann afar sannfærandi sigur á SR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA vann ótrúlega sannfærandi 17:2-sigur á SR í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. 

SA vann fyrstu tvær loturnar 7:1 og 7:0 og þriðju og síðustu lotuna 3:1, en SA er með tvo sigra úr tveimur leikjum og SR tvö töp úr tveimur leikjum. 

Gunnborg Jóhannsdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir SA, Arndís Sigurðardóttir, Teresa Snorradóttir, Saga Sigurðardóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir skoruðu tvö og Anna Ágústdóttir, Hilma Bergsdóttir og Berglind Leifsdóttir gerðu eitt mark hver. 

Karitas Halldórsdóttir og Brynhildur Hjaltested skoruðu mörk SR.

Það var hart barist á Skautasvellinu í Egilshöll.
Það var hart barist á Skautasvellinu í Egilshöll. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Í Hertz-deild karla vann SA 5:1-sigur á Fjölni á Skautasvellinu í Egilshöll. Aron Knútsson kom Fjölni yfir með eina marki fyrstu lotunnar, 1:0.

Axel Snær Orongan, Andri Mikaelsson, Unnar Rúnarsson, Hafþór Sigrúnarson og Heiðar Jóhannsson svöruðu hins vegar fyrir Akureyringa og var sigurinn sannfærandi. 

SA hefur unnið báða leiki sína til þessa en Fjölnir er með einn sigur og eitt tap. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert