Nýr þjóðarleikvangur í augsýn

Hlauparinn Ari Bragi Kárason, til vinstri, ásamt Frey Ólafssyni, formanni …
Hlauparinn Ari Bragi Kárason, til vinstri, ásamt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur að fyrirkomulagi nýs þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttafólk.

Þetta kom fram á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands í morgun en eitt af verkefnum starfshópsins er meðal annars að greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja og afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma. 

Starfshópinn skipa þau Kristjana Ósk Birgisdóttir og Ómar Einarsson, tilnefnd af Reykjavíkurborg og Þórey Edda Elísdóttir, tilnefnd af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Þá eru Marta Guðrún Skúladóttir og Örvar Ólafsson, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti og Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, er einnig í starfshópnum.

Frjálsíþróttahreyfingin gleðst yfir þessum skrefum sem stigin eru af ráðherra,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka