Dina Asher-Smith, heims og Evrópumeistari í 200 metra hlaupi, keppti í vikunni í fyrsta skipti síðan 2019 og virðist í hörkuformi.
Asher-Smith keppti í 60 metra hlaupi á móti í Karlsruhe í Þýskalandi og hafði hún raunar ekki keppt innanhúss í liðlega þrjú ár. Asher-Smith hljóp á 7,08 sekúndum og jafnaði besta árangur sinn í greininni. Var hún aðeins 0,02 sekúndum frá breska metinu og sigraði í greininni.
Asher-Smith keppti síðast aá alþjóðlegu móti á HM í Doha og varð þá heimsmeistari í 200 metra hlaupi. Hún er skráð til leiks í 60 metra hlaupinu á EM innanhúss í Póllandi í mars.
Bretar binda miklar vonir við Asher-Smith á Ólympíuleikunum í Tókíó í sumar. Hana vantar ólympíuverðlaun 200 metra hlaupi í safnið enda ekki nema 25 ára gömul. Hún á þó bronsverðlaun í 4x100 metra boðhlaupi frá leikunum í Ríó 2016.