Órjúfanlegur hluti af leiknum

Íþróttir eru ekkert án stuðningsmanna.
Íþróttir eru ekkert án stuðningsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gegnum tíðina hafa margir reynt að tengja sig við íþróttaleiki sem órjúfanlegir partar af þeim. Ég er að sjálfsögðu að vísa í styrktaraðila og stórfyrirtæki með þessum orðum mínum en auðvitað hafa þjálfarar, leikmenn og stjórnendur reynt að binda þannig um hnútana að ekki sé hægt að spila fótbolta án þeirra.

Eitt slagorð sem situr einna helst í mér tengt þessu er auglýsing frá bjórframleiðandanum Carlsberg. „Hluti af leiknum“ var slagorðið, eins og það sé ekki hægt að horfa á fótboltaleik án þess að fá sér bjór. Það er líka áhugavert að sjá íþróttavöruframleiðendur reyna að selja takkaskóna sína. Það er oft eins og leikmönnum sé fyrirmunað að skora ef þeir spila ekki í Nike Mercurial eða einhverju álíka.

Ekki misskilja mig samt, ég geri mér nokkurn veginn grein fyrir hagfræðihugtakinu framboð og eftirspurn, og föt sem áhrifamikill einstaklingur klæðist eru líklegri til þess að seljast frekar en ef Kalli úti í bæ væri að birta myndir af sér í hermannalitaða Gucci-jakkanum sínum.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert