Keppendur og starfsfólk Opna ástralska meistaramótsins í tennis greindust neikvæð í skimunum vegna kórónuveirunnar. Öll 507 talsins.
Var tilkynnt um þetta í morgun en óttast var að smit hefði dreift sér á meðal keppenda þegar í ljós kom að starfsmaður hótels reyndist smitaður.
Upphitunarleikir á keppnisvöllunum gátu ekki farið fram í gær vegna varúðarráðstafana en keppendur geta undirbúið sig í dag á hefðbundinn hátt.
Opna ástralska meistaramótið er fyrsta risamót ársins í tennis en þau eru fjögur talsins.