Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins fær loks að spreyta sig í keppni á sunnudaginn eftir langt hlé en þá fer frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fram í frjálsíþróttahöll Laugardalshallarinnar.
Keppni stendur yfir frá 12 til 15.20 og er keppt í hástökki, langstökki, kúluvarpi, 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 800 metra hlaupi.
Tveir ríkjandi Íslandsmethafar innanhúss mæta til leiks, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Guðbjörg deilir Íslandsmetinu í 60 metra hlaupi með Tiönu Ósk Whitworth en það er 7,47 sekúndur. Guðbjörg keppir líka í 200 metra hlaupinu þar sem hún á næstbesta tíma Íslandssögunnar, 23,98 sekúndur, og freistar þess eflaust að slá met Silju Úlfarsdóttur sem er 23,79 sekúndur.
Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.