Áhorfendur verða ekki heimilaðir á íþróttaviðburðum hérlendis til 3. mars ef mið er tekið af fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um nýjustu útfærslu á sóttvarnaraðgerðum.
Nýjar útfærslur voru kynntar í dag þar sem finna má tilslakanir á þeim sóttvarnarreglum sem voru í gildi. Taka breytingarnar gildi 8. febrúar.
Fjöldatakmarkanir eru 20 manns eins og verið hefur undanfarið nema sérstakar undanþágur séu veittar frá því. Þar er ekki minnst á íþróttaviburði.