Gamli riffillinn Brady er enn þá toppleikmaður

Allra augu beinast að Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs …
Allra augu beinast að Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs og Tom Brady hjá Tampa Bay Buccaneers. AFP

Eftir keppnistímabil sem margir íþróttafréttamenn og leikmenn héldu að myndi aldrei ganga upp í Covid-faraldrinum, leika loks Tampa Bay Buccaneers og núverandi meistarar Kansas City Chiefs í Ofurskálarleik NFL-ruðningsdeildarinnar á morgun, sunnudag, í Tampaborg í Flórida.

Rétt eins og í mörgum öðrum atvinnuíþróttadeildum, sýndu forráðamenn og leikmennirnir í NFL að hægt er að halda veirunni í skefjum með góðum reglum og skimun leikmanna.
Ákvörðunin um staðsetningu leiksins ár hvert er tekin mörg ár fram í tímann, rétt eins og Ólympíuleikarnir, en þetta er í fyrsta sinn sem lið leikur úrslitaleikinn á heimavelli sínum.

Sjóræningjunum vex ásmegin í hverjum leik

Í Ameríkudeildinni var Kansas City talið sigurstranglegast fyrir keppnistímabilið og liðið stóð undir þeim væntingum allt leiktímabilið – vann t.d. úrslitaleik Ameríkudeildar gegn Buffalo Bills þrátt fyrir meiðsl lykilleikmanna. Í Landsdeildinni var Green Bay Packers talið sigurstranglegast lengi vel, en Tampa Bay óx ásmegin eftir því sem á leiktímabilið leið og Buccaneers unnu frækinn sigur í úrslitaleik Landsdeildarinnar í Green Bay eftir að þjálfari heimaliðsins gerði hrikaleg mistök á síðustu mínútum leiksins með því að neita að gefa leikstjórnanda Packers, Aaron Rodgers, tækifæri á að jafna leikinn.

Rodgers mun eflaust verða kosinn leikmaður ársins í deildinni samt sem áður, sem hefur mikið að gera með þá gagnrýni sem þjálfarinn fékk eftir leikinn. Hann hefst klukkan 23.40 að íslenskum tíma annað kvöld.

Mahomes og Brady

Í ár er umfjöllunin í fjölmiðlum um leikstjórnendurna tvo enn meiri en venjulega, því þeir Patrick Mahomes hjá Chiefs og Tom Brady hjá Buccaneers gætu ekki verið ólíkari. Brady er að reyna að vinna sinn sjöunda meistaratitil á sínu fertugasta og fjórða aldursári, og Mahomes – Íslandsvinurinn sjálfur – er að reyna að byggja upp orðstír sinn með öðrum meistaratitli sínum snemma á ferlinum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert