Ljóst er að margir sem tengjast íþróttahreyfingunni urðu fyrir vonbrigðum í gær þegar nýjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. Iðkendur fá aðeins meira rými en áður en áhorfendur mega ekki mæta á íþróttaviðburði til 3. mars, hið minnsta. Staðan verður því áfram sú sama og frá 13. janúar þegar keppni var leyfð á nýjan leik.
Ólafur Þór Jónsson skrifaði í gær í pistli á netmiðlinum Karfan.is: „Það hljóta að vera ákveðin vonbrigði fyrir félögin að geta ekki fengið inn tekjur af miðasölu í fyrirsjáanlegri framtíð. Núverandi tilslakanir gilda til 3. mars. Á sama tíma og áhorfendabannið stendur er hins vegar aukið við fjölda í tilslökunum í leikhúsum, líkamsræktum, búðum, söfnum og fleiri stöðum.“
Ómar Ingi Guðmundsson knattspyrnuþjálfari sagði á Twitter í gær: „Ef ég skutla barninu mínu á ÍR-völlinn að keppa má ég ekki standa þar utandyra að horfa. Betra að ég fari í bíó í næsta húsi á meðan leikurinn er og sitji innandyra og í lengri tíma meðal fjölda sem væri áhorfendamet í 5. flokki.“
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag