Hin bandaríska Serena Williams er komin áfram í 3. umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis eftir sigur gegn Ninu Stojanovic frá Serbíu í Melbourne í nótt.
Williams vann nokkuð öruggan sigur, 6:3 og 6:0, en Williams er sem stendur í ellefta sæti heimslistans.
Williams hefur unnið 23 ristatitla á ferlinum en með sigri í Ástralíu myndi hún jafna hina áströlsku Margaret Court sem á metið yfir flesta risatitla eða 24.
Williams mætir Anastasiu Potapovu frá Rússlandi í þriðju umferð mótsins en Potapova er í 101. sæti heimslistans.