Feðgar léku saman

Feðgarnir Egill Kolka Hlöðversson og Hlöðver Hlöðversson.
Feðgarnir Egill Kolka Hlöðversson og Hlöðver Hlöðversson. Ljósmynd/Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða

Feðgarnir Egill Kolka Hlöðversson og Hlöðver Hlöðversson léku saman fyrir Þrótt frá Neskaupstað gegn Þrótti í Vogum þegar liðin mættust í efstu deild karla í blaki um seinustu helgi.

Hlöðver er 48 ára og Egill sonur hans á sautjánda aldursári. Þeir höfðu báðir verið í leikmannahópi Þróttar leikina á undan en ekki komið inn á sama tíma. Það náðist loks um síðustu helgi þegar Þróttur vann öruggan 3:0-sigur. 

„Það er gríðarlega gaman að spila með þessum ungu peyjum og geggjað að vera inni á vellinum með syninum. Mér hlýnaði um gamlar hjartarætur,“ sagði Hlöðver við Austurfrétt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert