Eins og sjá má hér á íþróttasíðunum er eitt og annað að frétta af landsliðunum í hópíþróttunum. Jafnvel þótt heimsfaraldurinn geisi er reynt að halda úti alþjóðlegum keppnum við misjafnlega góðar undirtektir.
Margir af snjöllustu handknattleiksmönnum heims létu í ljós furðu sína á því að Alþjóðahandknattleikssambandið skyldi halda sig við mótshaldið þegar HM karla fór fram í janúar. Allt hafðist það nú en vafalaust hefðu margir kosið að sleppa við ferðalög á milli landa um þessar mundir.
Á tímum kórónuveirunnar er ábyggilega einstaklega krefjandi að vera landsliðsþjálfari. Þau störf fela gjarnan í sér tarnavinnu þar sem reynt er að nýta þann tíma sem best þegar þjálfararnir fá landsliðsfólkið til sín. Síðasta árið hefur verið afskaplega erfitt fyrir fólk í þessum störfum að gera áætlanir þar sem óvissan hefur verið mikil.
Nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, Þorsteinn Halldórsson, fær strax í fangið afboðun á alþjóðlegt mót þar sem hann hefði getað metið liðið og leikmenn í þremur leikjum gegn sterkum andstæðingum.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.