Stórbætti heimsmetið í Frakklandi

Gudaf Tsegay kom fyrst í mark í Frakklandi.
Gudaf Tsegay kom fyrst í mark í Frakklandi. Ljósmynd/@Derragodo

Hin eþíópíska Gudaf Tsegay setti nýtt heimsmet í 1.500 metra hlaupi kvenna innanhúss þegar hún kom fyrst í mark í heimsmótaröðinni í frjálsum íþróttum í Liévin í Frakklandi í vikunni.

Tsegay, sem er 24 ára gömul, kom í mark á tímanum 3:53,07 mínútum og bætti gamla metið sem Genzebe Dibaba frá Eþíópíu setti árið 2014 um rúmlega tvær sekúndur. 

„Ég er virkilega stolt og glöð með þennan árangur,“ sagði Tsegay í samtali við ESPN þegar hún kom í mark.

„Ég hef æft af miklum krafti undanfarna mánuði og markmiðið var að bæta heimsmetið,“ bætti Tsegay við.

Tsegay varð í þriðja sæti á HM í Doha 2019 í 1.500 metra hlaupi en hún hefur sett stefnuna á gullverðlaunin í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert