Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í meistaraliði Kadetten í Sviss unnu 38:19-stórsigur á botnliði Endingen í efstu deildinni í kvöld og halda því áfram vel í við toppliðin í deildinni.
Aðalsteinn og Kadetten urðu svissneskir meistarar á síðustu leiktíð en hann hefur stýrt liðinu síðan í febrúar á síðasta ári. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, stigi á eftir Kriens sem það á þó leik til góða á og tveimur stigum á eftir Winterthur sem það á tvo leiki til góða á.