Stóð af sér svakalega byltu (myndskeið)

Maxence Muzaton slapp vel.
Maxence Muzaton slapp vel. AFP

Franski skíðakappinn Maxence Muzaton slapp heldur betur með skrekkinn í brunkeppni heimsmeistaramótsins í alpagreinum á Ítalíu í gær. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá byltuna sem Muzaton fékk í miðri ferð en af einhverjum illskiljanlegum ástæðum tókst honum að standa á skíðunum. 

Fyrir þá sem ekki þekkja til má taka fram að keppendur í bruni eru á meira en 100 kílómetra hraða 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert