Fjölnir sneri taflinu við

Úr leik SR og Fjölnis í vetur.
Úr leik SR og Fjölnis í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir hafði betur gegn SR, 7:3, í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld en leikið var í Skautahöll Reykjavíkur. Fjölnismenn lentu undir snemma leiks en sneru taflinu við.

SR komst í tveggja marka forystu í fyrsta leikhluta, Þorgils Eggertsson og Bjarki Jóhannesson
skoruðu mörkin. Fjölnismenn svöruðu þó snarlega og fyrir þá skoraði Kristján Kristinsson þrennu og þeir Viggó Hlynsson, Aron Knútsson, Hilmar Benediktsson og Úlfar
Andrésson allir eitt mark. Þriðja mark SR skoraði Kári Arnarsson.

Fjölnismenn eru í öðru sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki, þremur stigum á eftir toppliði SA sem á leik til góða. SR rekur lestina á botninum, án stiga eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert