Hin tékkneska Markéta Davidová bar sigur úr býtum í skíðaskotfimi kvenna á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Pokljuka í Slóveníu. Hún er aðeins annar sigurvegarinn frá Tékklandi í sögunni og sá fyrsti frá 2003 þegar Katerina Holubcová vann gull í Rússlandi.
Davidova fór 15 kílómetra langa vegalengdina og hitti úr öllum 20 skotum sínum á 41:39,3 mínútum. Önnur varð Hanna Öberg frá Svíþjóð sem vann gull í greininni á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir þremur árum en í þriðja sæti var Ingrid Landmark Tandrevold frá Noregi.