Meistarinn leikur til undanúrslita

Novak Djokovic fagnar eftir sigurinn í dag.
Novak Djokovic fagnar eftir sigurinn í dag. AFP

Serbinn Novak Djokovic leikur til undanúrslita á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir að hafa lagt Þjóðverjann Alexander Zverev að velli í hörkuviðureign í fjórðungsúrslitunum í dag.

Djokovic vann 3:1-sigur gegn Zverev í viðureign sem tók tæpar fjórar klukkustundir. Zverev vann fyrsta settið eftir upphækun 6:7(6:8) áður en Djokovic vann næstu þrjú, 6:2, 6:4, 7:6(8:6), það þriðja eftir upphækun.

Í undanúrslitum mætir Serbinn Aslan Karatsev frá Rússlandi en sá er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti og er í 114. sæti heimslistans. Djokovic er ríkjandi meistari en hann hefur unnið á mótinu undanfarin tvö ár og alls átta sinnum á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert